Hr. Eydís heiðrar Phil Collins á 75 ára afmælinu

Í dag fagnar einn áhrifamesti tónlistarmaður níunda áratugarins, Phil Collins, 75 ára afmæli. Af því tilefni gefur Hr. Eydís út nýja ábreiðu á YouTube af einu þekktasta lagi hans, In The Air Tonight.

Lagið kom út í janúar árið 1981 og markaði upphaf sólóferils Collins eftir árin með Genesis. Þrátt fyrir að lagið hafi upphaflega verið talið of „einfalt“ af hljómsveitarfélögum hans, varð það eitt af stærstu og áhrifamestu lögum ´80s tímabilsins. Collins hefur sjálfur lýst textanum sem tilfinningalegum spuna, saminn á erfiðum tíma í lífi hans í kjölfar skilnaðar. Útkoman varð lag sem sló rækilega í gegn, fór á topp vinsældalista víða um heim og festi Collins endanlega í sessi sem einn stærsti listamaður sinnar kynslóðar.

„Maður getur ekki annað en lofttrommað trommubreikið þegar það kemur og vá hvað lagið er enn gott eftir 45 ár!“ segir Örlygur Smári, söngvari og gítarleikari Hr. Eydís.

Í dag, 45 árum síðar, lifir In The Air Tonight enn góðu lífi og er reglulega notað í kvikmyndum, sjónvarpsþáttum og auglýsingum og trommubreikið fræga er orðið eitt þekktasta trommubreik poppsögunnar.

Hr. Eydís heiðrar 75 ára afmæli Phil Collins með þessari ábreiðu, áður en hljómsveitin gefur út nýtt frumsamið lag, MANIAC FOR LOVE, eftir viku.

Áfram Ísland!

Rás Hr. Eydís á Youtube

Hr. Eydís á Instagram

Hr. Eydís á Facebook

Hr. Eydís á Tik Tok

Fyrri greinToppliðið fór létt með botnliðið