Hollywood leikkona dansar við Daða

Jennifer Garner í stuði í þvottahúsinu.

„Ég veit ekki af hverju mér datt í hug að þið þyrftuð á þessu að halda,“ segir Hollywoodleikkonan Jennifer Garner.

Hún brá á leik í þvottahúsinu í nótt og dansaði við lag Daða og Gagnamagnsins, Think About Things.

Lagið og dansinn hans Daða hafa slegið í gegn um víða veröld og fólk dansar grimmt við það á samfélagsmiðlum.

Garner er reyndar ekki fyrsta Hollywoodstjarnan sem fellur fyrir laginu því það má segja að ástralski leikarinn Russell Crowe hafi komið laginu á kortið þegar að tísti um það á Twitter fyrr í vetur.

En Garner er í stuði eins og sjá má hér að neðan.

 

Fyrri grein43 kærðir fyrir hraðakstur
Næsta greinMatkráin fékk umhverfisverðlaun Hveragerðisbæjar