Höfundaheimsókn á bókasafnið á Selfossi

Ráðhús Árborgar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Bókasafn Árborgar – Selfossi býður upp á skemmtilega stund, laugardaginn 13. október nk. frá klukkan 11:00 – 12:00, þar sem Katrín Ósk Jóhannsdóttir les upp úr bók sinni „Mömmugull“ og vinnur með efni hennar eftir á.

Bókin fjallar um unga stúlku sem leitar um allt hús að dýrmætum fjársjóði sem mamma hennar segist eiga en engar vísbendingar eru um kistur fullar af gulli eða gersemum. Loks kemur í ljós að stúlkan sjálf er fjársjóðurinn. Vel hefur verið tekið í bókina eftir útgáfu, en hún er nú í 5. sæti metsölulista Eymundsson yfir barnabækur.

Bókin er einlæg og skemmtileg og kennir börnum að verðmætasti fjársjóður sem hægt er að eiga felst ekki í efnislegum hlutum, heldur ást fjölskyldu og vina.

Takið börnin, barnabörnin, frænkur og frændur með ykkur því lesturinn er hugsaður bæði fyrir foreldra og börn upp að tólf ára aldri.

Fyrri grein400 landgönguliðar í Þjórsárdal
Næsta greinSvikarinn – útgáfuhóf í Eymundsson