Hlutir öðlast nýtt líf

Aðalnámskrá leikskóla sem birt var árið 2011 nefnir sex grunþætti sem leiðarljós í menntun barna á öllum skólastigum. Einn þeirra er sköpun.

„Í sköpun felst að móta viðfangsefni og miðla þeim, búa til, gera eitthvað nýtt eða öðruvísi en viðkomandi kann eða hefur gert áður. Sköpun er að uppgötva, njóta, örva forvitni og áhuga, virkja ímyndunarafl og leika sér með möguleika.“

Til að ná þessu markmiði hefur leikskólinn Jötunheimar á Selfossi gefið börnunum tækifæri til þess að leika sér mikið að verðlausu dóti sem lifnar við í þeirra höndum. Þau hafa líka rannsakað margt úr náttúrunni eins og sand, haustlaufblöð og blóm og manngerða hluti eins og hjólið. Allt var skoðað með mismunandi verkfærum og aðgerðum.

Börnin ræddu saman um þessi viðfangsefni og deildu þannig sinni þekkingu og skilningi. Að teikna til að túlka sínar hugmyndir var mikilvægur þáttur í rannsóknarferli barnanna. Sköpunarferlið byggðist líka á þeirra ímyndunarafli þegar þeim var boðið að breytta reiðhjóli í furðuhjól.

Fimm hópar tóku þátt í þessu verkefni, byrjuðu með því að koma með tillögur um hvernig furðuhjól gæti verið. Síðan var hjólið tekið í gegn og hugmyndirnar þróuðust alltaf í eitthvað nýtt, því sköpunarferlið skiptir mestu máli og er í rauninni aldrei lokið!

Fyrir Vor í Árborg eru ýmis verkefni til sýnis og gefa góða innsýn í sköpunarkraft barnanna:

– Furðuhjólið er í glugga Hjólabæjar og er samvinnuverkefni allra 2007 barnanna.

– Blómin í Sjafnarblómi eru verkefni frá 2008 börnunum.

Við þökkum innilega öllum (foreldrum, starfsfélögum og verslunum) sem hafa tekið þátt í söfnun efnis sem notað var í þetta skapandi starf.

Góða Vorhátíð,
Pascale Darricau, kennari.

Fyrri greinTónleikum á Selfossi aflýst
Næsta greinBarnadagskrá og hljóðfærasmiðja í Bókakaffinu