Hljómræn framvinda sellós og raddar

Menningarveisla Sólheima heldur áfram laugardaginn 8. ágúst klukkan 14:00 með tónleikum í Sólheimakirkju.

Þórdís Gerður og Ingibjörg Fríða eru báðar nemendur við tónlistardeild Listaháskóla Íslands, Þórdís Gerður sem einleikari á selló og Ingibjörg Fríða í skapandi tónlistarmiðlun með söng sem aðalhljóðfæri.

Á efnisskránni verða eingöngu flutt lög eftir Bill Evans. Þar sem selló og röddin eru bæði laglínuhljóðfæri er þetta fremur óvenjuleg nálgun á tónlist Bill Evans sem byggir mikið á hljómrænni framvindu. Leitast verður eftir að nýta sellóið og röddina á sem fjölbreyttastan hátt og varpa nýju ljósi á tónlistina.

Allir velkomnir. Ókeypis aðgangur.

Fyrri greinHamar missti af úrslitakeppninni
Næsta greinArnar og Anna sigruðu í Brúarhlaupinu