Hjarta-stuð-tónleikar

Það var góð stemmning í Hveragerðiskirkju í síðustu viku þegar Lionsklúbbur Hveragerðis stóð fyrir tónleikum með Magnúsi Þór Sigmundssyni og Fjallabræðrum.

Kirkjan var full af gestum en þema kvöldsins var lög og ljóð Magnúsar. Eftir því sem leið á kvöldið varð stemmningin magnaðaðri og var mikið stuð á mannskapnum og fóru allir ánægðir heim.

Allir sem komu að tónleikunum gáfu vinnu sína með með þeim var Lionsklúbburinn að safna fyrir hjartastuðtækjum í íþróttahúsið og Hamarshöllina.

Fyrri grein102 undirskriftir bárust vegna skólamála
Næsta greinStöðug uppbygging í Hestheimum