Hjalti var víðsýnn og orðheldur

Bjarni E. Sigurðsson verður með Njáluspjall í Ásgarði á Hvolsvelli kl. 15 í dag.

Þar fer Bjarni yfir þátt Hjalta Skeggjasonar í Njálu. Hjalti var ættaður úr Þjórsárdal og kemur strax fram hjá höfundi Njálu sem víðsýnn og orðheldur höfðingi. Hann er tengdasonur Gissurar hvíta og samstarfsmaður hans. Hjalti er fyrir kristnitöku harðskeyttur andstæðingur goðaveldisins og kveður meðal annars goðgá á alþingi og er dæmdur fyrir það af Runólfi í dal.

Hann þjónaði tveimur konungum í Noregi og er getið bæði í Ólafs sögu Tryggvasonar og Ólafs sögu digra. Það voru ekki margir Íslendingar nefndir í Njálu sem spanna hans feril. Hann var mikils metinn meðal konunga í Skandinavíu en var hver var staða hans hér á Íslandi?

Fyrri greinSigurganga Selfosskvenna heldur áfram
Næsta greinVanhæfi ógildir ákvörðun um veglínu