Hinrik sýnir í Listagjánni

Aflandsmyndir; Milli manns og náttúru í Listagjá Bókasafns Árborgar er ljósmyndasýning Hinriks Óskarssonar dagana 21. apríl til 29. maí.

Myndirnar sýna mörk náttúrunnar og inngripa mannsins í hana á óheflaðan hátt í svarthvítu. Þegar ljósmynd er án litar er hún einu skrefi fjær upplifun okkar af myndefninu í raunveruleikanum en afhjúpar um leið nýjan sannleika sem er hulinn hversdagslega.

Myndirnar eru teknar víðsvegar um Árborg og í Ölfusi.

Hinrik Óskarsson er fæddur 1954, Selfyssingur í húð og hár, alinn upp á Lyngheiði. Hann er starfsmaður Árborgar, alkunnur þúsundþjalasmiður og ljósmyndar af ástríðu.

Fyrri greinGleðilegt sumar!
Næsta greinAukning í útgáfu byggingarleyfa