Himnaríki frumsýnt í kvöld

Leikfélag Ölfuss frumsýnir leikritið Himnaríki – geðklofinn gamanleik, eftir Árna Ibsen í Versölum í Þorlákshöfn í kvöld.

Árni Ibsen var tilnefndur til Norrænu leikskáldaverðlaunanna 1996 fyrir þetta verk og hefur það verið sýnt í mörgum löndum Evrópu.

Leikstjóri er Gunnar Björn Guðmundsson og með hlutverk fara Aðalsteinn Jóhannsson, Árný Leifsdóttir, Helena Helgadóttir, Ottó Rafn Halldórsson, Róbert Karl Ingimundarson og Þrúður Sigurðar.

Leikritið gerist í sumarbústað þar sem þrjú pör koma saman til að eiga skemmtilega helgi. Ýmiss konar mál koma upp og ástarflækjur gera vart við sig. Leikritið er leikið á tveimur sviðum samtímis og gerir það verkið afar sérstakt auk þess sem leikarar skella sér í heita pottinn í miðri sýningu.

Fyrri greinSafnarar allra uppsveita sameinist!
Næsta greinJarðhitaskógurinn að Reykjum rannsakaður