Himnaríki fær góða dóma

Sýningin Himnaríki sem er á fjölunum hjá Leikfélagi Ölfuss þessar vikurnar fær góða dóma hjá gagnrýnendum.

Í gær birtist gagnrýni Harðar S. Dan á leiklistarvefnum og fær sýningin lofsamlega dóma hjá Herði.

“Boltanum var haldið viðstöðulaust uppi á milli þess sem skorað var mark og stuðningsmenn grenjuðu úr hlátri,” segir Hörður meðal annars.

Leiklistarvefurinn