Himnamóðirin bjarta í Strandarkirkju

​Sólrún Bragadóttir sópransöngkona, Ágúst Ólafsson baritón og Jón Sigurðsson píanóleikari ​koma fram á tónleikum hátíðarinnar Englar og menn næstkomandi sunnudag kl. 14:00.

Yfirskrift tónleikanna er Himnamóðirin bjarta, ​​þar sem þau flytja m.a. verk eftir Atla Heimi Sveinsson, Gunnar Þórðarson, Eyþór Stefánsson, Merikanto, Bach, Verdi, Wagner, Luzzi o.fl.

Aðgangseyrir á tónleikana er kr. 2.900. Tónlistarhátíðin er er styrkt af Sambandi sunnlenskra sveitarfélaga.

Á heimasíðu hátíðarinnar er​ í​tarleg dagskrá hátíðarinnar sem og á Facebook síðu hátíðarinnar.

Tónlistarhátíðin Englar og menn er nú haldin í sjöunda sinn í Strandarkirkju í Selvogi og stendur yfir frá 1. júlí til 12. ágúst. Hátíðin í ár verður glæsileg sönghátíð líkt og á undanfarin ár, þar sem fram koma margir fremstu söngvara og hljóðfæraleikara landsins ásamt ungum og upprennandi söngvurum.

Þema hátíðarinnar er englar og menn, land, náttúra, trú og saga þar sem þjóðlög, einsöngslög og dúettar, ásamt innlendum og erlendum trúarljóðum og klassískum perlum hljóma.

Að tónleikum loknum er svo upplagt að fá sér hressingu hjá heimamönnum í kaffihúsinu T-bæ eða í Pylsuvagninum.

Fyrri greinÖkutæki gert upptækt vegna fjölda brota ökumannsins
Næsta greinFjórir ökumenn eiga von á sektum