Hildur á toppnum hjá lestrarhestum í Árborg

Vinsælustu bækurnar á Bókasafni Árborgar 2025.

Íbúar í Árborg eru miklir lestrarhestar og duglegir að nýta bókasöfnin. Bókaverðir á Bókasafni Árborgar tóku saman lista yfir þær bækur sem fóru oftast í útlán á nýliðnu ári og þar trónir Hildur eftir hina finnsku Satu Rämö á toppnum.

Hildur hefur notið mikilla vinsælda allt frá því hún kom út árið 2024 og meðal annars verið vinsæl hjá leshringjum og bókaklúbbum. Sjónvarpsþættir byggðir á bókinni verða frumsýndir á Sjónvarpi Símans í lok janúar.

Hér að neðan má finna bækurnar sem fóru oftast í útlán hjá Bókasöfnum Árborgar árið 2025.

1. Hildur eftir Satu Rämö
2. Ferðabíó herra Saitos eftir Annette Bjergfeldt
3. Ferðalok eftir Arnald Indriðason
4. Franska sveitabýlið eftir Jo Thomas
5. Morðin á heimavistinni eftir Lucinda Riley
6. Þegar sannleikurinn sefur eftir Nönnu Rögnvaldardóttur
7. Morð og messufall eftir Arndísi Þórarinsdóttur og Huldu Sigrúnu Bjarnadóttur
8. Vatn á blómin eftir Valérie Perrin
9. Bara vinir eftir Abby Jimenez
10. Sólskinsdagar og sjávargola eftir Carole Matthews

Fyrri greinValur hafði betur í framlengingu
Næsta greinÞeir sem vilja morgunmat í kvöldmat geta nýtt tækifærið