Hellabíó í Raufarhólshelli

Í Raufarhólshelli. Mynd úr safni.

Alþjóðlega kvikmyndahátíðinn RIFF hefst í næstu viku. Hefð er fyrir því að bjóða upp á sýningar á óvenjulegum stöðum á hátíðinni, þar sem áhorfendum gefst tækifæri til að njóta kvikmyndamenningar í aðstæðum sem magnar áhrif myndanna sem sýndar eru í hvert skipti.

Í ár verður hið sérstæða jarðfræðilega umhverfi Íslands nýtt til hins ítrasta en þann 1. október verður hryllingsmyndin Niðurleiðin, The Descent, í leikstjórn Neil Marshall, sýnd í Raufarhólshelli í Ölfusi.

Myndin fjallar leiðangur sex kvenna um helli og átök þeirra við verur sem leynast í flóknu hellakerfi neðanjarðar. Hvergi er meira viðeigandi að horfa á myndina en í sambærilegu umhverfi og myndin gerist í.

Tvær sýningar verða í Raufarhólshelli, klukkan 18:15 og aftur klukkan 20:15 en fyrr um daginn, klukkan 16:30, verður einnig verður boðið upp á fjölskyldubíó í Raufarhólshelli þar sem öll fjölskyldan getur notið saman sýningar á teiknimyndinni Eyjan hans Múmínpabba. Þar gefst ómetanlegt tækifæri til að skapa minningar og njóta hins norræna sagnaarfs í stórbrotnu umhverfi.

Miðasala er á heimasíðu RIFF

Fyrri greinVilja fleiri rampa í Mýrdalinn
Næsta greinFulltrúar Vegagerðarinnar heimsóttu Bláskógabyggð