Helga sýnir í Listagjánni

Ingibjörg Helga Guðmundsdóttir sýnir í Listagjá Bókasafns Árborgar í janúar. Sýninguna nefnir hún Geislabrot.

Þar sýnir hún brot af verkum sínum síðan 1980 en þá stofnaði hún ásamt fleirum Myndlistarfélag Árnessýslu. Þetta eru mest vatnslitamyndir, grafík og þrykk.

Ingibjörg Helga hefur sýnt á fjölmörgum samsýningum og haldið nokkrar einkasýningar. Þetta er jafnframt sölusýning.

Sýningin er opin á sama tíma og Bókasafnið frá 10-19 á virkum dögum og 11-14 á laugardögum.

Fyrri greinSegja engar vanefndir af hálfu leigusala
Næsta greinTelja hækkun Rarik alvarlega aðför að íbúum dreifbýlisins