Heitasta bjórhátíð landsins um helgina

Frá hátíðinni í fyrra. Ljósmynd/Aðsend

Bjórhátíð Ölverks í Hveragerði fer fram í þriðja sinn um helgina. Í heildina hafa 35 bjór-, áfengis-, og matvælaframleiðendur boðað komu sína á ´heitustu´ bjórhátíð Íslands en líkt og áður þá fer hátíðin fram í heitu ylræktrgróðurhúsi við Þelamörk 29 og má búast við góðri suðrænni stemningu á hátíðinni á alla helgina.

Enn eru lausir miðar á hátíðina, sem stendur dagana 30. september og 1. október. Áhugasamir geta keypt miða á tix.is eða mætt á borgað sig inn í haustpartý ársins eftir kl 21:30 báða dagana.

Fyrir armbandsgesti, sem eru hvattir til þess að mæta á svæðið um leið og hátíðin hefst, verður það ákveðin áskorun að ná að smakka alla þær fjölmörgu bjórtegundir, sem og aðrar veigar, sem í boði verður að smakka á bjórhátíðinni í dag frá kl 17:00 til 20:00 og svo aftur á morgun frá kl 16:00 til 20:00. Bjórhátíðargestir munu fá afnot af sérmerktu smakkglasi og fá í það smakk af þeim vörum frá þeim framleiðendum sem á svæðinu verða. Þess má geta að þrír erlendir framleiðendur verða á hátíðinni; Qajaq Brewer frá Grænlandi, Föroya Bjór og Beavertownfrá Bretlandi.

Hressir dans tónar verða í gróðurhúsinu alla helgina en Gosi, DJ Atli Kanill, Herbert Guðmundsson, DJ Gunni Ewok, FM Belfast (dj sett), Blaz Roca, Sykur og DJ Yamaho munu stíga á stokk á hátíðinni.

Elvar Þrastarson, brugg-, pizzumeistari og eigandi Ölverk, hefur sett saman sérstaka Ölverk bjórhátíðarrétti sem verða til sölu á bjórhátíðinni sem parast munu parast einstaklega vel með öll þeim fljótandi veigum með gestir munu njóta hátíðinni.

Elvar og Laufey, eigendur Ölverk. Ljósmynd/Aðsend
Fyrri greinJökullinn hopar um 37 metra á einu ári
Næsta greinÉg yrði frábær einræðisherra