Heimskautamyndir á íþróttahúsinu

Norðurheimskauta ljósmyndasýning ljósmyndarans Fiann Paul verður sýnd utan á íþróttahúsi Hveragerðis frá og með föstudeginum 2. september.

Sýningin sýnir arfleifð Inúíta á Grænlandi sem birtingarmynd við visku frumbyggja

Heiðurinn af myndunum á Fiann Paul en hann er helst þekktur sem annar af höfundum „The Dialog“ verkefninu. Það var ljósmyndasýning af íslenskum börnum sem þöktu vegginn á húsi á mótum Austurstrætis og Lækjargötu í miðbæ
Reykjavíkur.

Fiann er er einnig þekktur ræðari og keppir fyrir hönd Íslands. Þjálfun hans og keppnisskap hafa gert honum það kleift að slá tvenn heimsmet í að róa yfir Atlantshafið í árabát, frá Afríku til Mið-Ameríku.

Allar myndirnar á þessari sýningu eru eftir Fiann. Ekkert hefur verið átt við myndirnar í myndaforritinu Photoshop. Sumar myndanna voru notaðar til að kynna Grænland í Norðurheimskautsvetrarleikunum í Kanada árið 2010, ásamt myndum frá Ragnari Axelsyni.

Sýningin mun einungis standa uppi í eina viku þannig að áhugasamir þurfa að grípa tækifærið og skoða myndirnar á meðan þær
hanga uppi.

Fiann_paul2011_683067856.jpg
Ljósmyndarinn Fiann Paul

Fyrri greinAndrés aðstoðar Svandísi
Næsta greinFangar smíðuðu „Fjallræðu-púlt“