Heiðurstónleikar Jan Johansson

Jazztríó Páls Sveinssonar heldur tónleika á Hótel Örk, sunnudaginn 14. ágúst næstkomandi kl. 17:00.

Þar verða helstu perlum sænska jazzpíanistans Jan Johansson gerð skil, en Jan Johansson er söluhæsti skandinavíski jazztónlistamaðurinn frá upphafi. Johansson hefði orðið áttræður á árinu og ætlar jazztríóið að heiðra feril þessa listamanns í tilefni þess en Johansson lést árið 1968.

Tríóið skipa auk Páls þeir Vignir Þór Stefánsson píanóleikari og Ingólfur Magnússon kontrabassaleikari.

Aðgangur ókeypis en verkefnið er styrkt af Menningarráði Suðurlands, Hveragerðisbæ og Norræna félaginu.

Fyrri greinFuglasýning í Listagjánni
Næsta greinFanney fer til Frakklands