Haustmarkaður í Skaftholti

Haustmarkaður Skaftholts í Skeiða- og Gnúpverjahreppi verður haldinn laugardaginn 21. október, frá klukkan 11 til 16.

Til sölu verður handverk, keramik, kerti, lífrænar kartöflur og lífrænar matvörur unnar í Skaftholti af starfsfólki og íbúum. Einnig verður kaffi og vöfflur til sölu.

Skaftholt er við Þjórsárdalsveg, þremur kílómetrum austan við Árnes.

Fyrri greinMinningarathöfn um Nonna Júlíu
Næsta greinNafn mannsins sem lést