Hátíðlegir jólatónleikar í Selfosskirkju

Glaðir kórfélagar eftir góða æfingu. Ljósmynd/Aðsend

Miðvikudaginn 10. desember kl. 20 halda Kammerkór Eyrarbakka- og Stokkseyrarkirkna og Kirkjukór Hraungerðis og Villingaholts sameiginlega jólatónleika í Selfosskirkju.

Stjórnandi er Pétur Nói Stefánsson, sem er nýlega tekinn við organistastarfi í öllum fjórum kirkjunum auk Gaulverjabæjarkirkju.

Á efnisskránni verða sígild jólalög í hátíðlegum útsetningum.

Auk kóranna koma fram nemendur og kennarar úr Tónlistarskóla Árnesinga, söngkvartett og einsöngvari. Meðleikari er Ester Ólafsdóttir.

Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir að eiga notalega stund í aðdraganda jóla.

Fyrri greinSelfoss vann en Hamar kominn á botninn