Hátíðartónleikar á Skálholtshátíð verða haldnir í Skálholtsdómkirkju í dag, laugardaginn 19. júlí kl. 16:00.
Um er að ræða glæsilega og hátíðlega tónlistarveislu með Skálholtskórnum og fjölda tónlistarmanna ásamt Hlín Pétursdóttur sópransöngkonu, þar sem klassísk tónlistarverk hljóma í einstöku kirkjurými Skálholts.
Boðið verður upp á glæsilega og hátíðlega dagskrá þar sem klassísk tónlistarverk hljóma í einstöku kirkjurými Skálholts. Meðal verka sem flutt verða eru Kantata BWV 84 eftir Johann Sebastian Bach, Credo in F eftir Antonio Lotti, Air eftir Bach og Adagio fyrir strengi og orgel eftir Tomaso Albinoni.
Flytjendur á tónleikunum auk Skálholtskórsins og Hlínar eru Matthías Birgir Nardeau – óbó, Joaquin Páll Palomares – fiðla, Gunnhildur Daðadóttir – fiðla, Anna Elísabet Sigurðardóttir – víóla, Fidel Atli Quintero Gasparsson – víóla, Margrét Árnadóttir – selló og Gunnlaugur Torfi Stefánsson – kontrabassi. Stjórnandi og organisti er Jón Bjarnason.

Hlín Pétursdóttir Behrens
Hlín Pétursdóttir Behrens er landsþekkt sópransöngkona með meistaragráðu í óperusöng frá tónlistarháskólanum í Hamborg. Hún starfaði í fjölda ára við óperuhús í Þýskalandi og víðar í Evrópu og hefur sungið fjölmörg hlutverk á óperusviðinu. Hlín kemur nú reglulega fram á tónleikum og kirkjutónleikum víða um land og erlendis. Hún býr á Fljótsdalshéraði og starfar sem söngkennari og organisti við Seyðisfjarðarkirkju, auk þess að leiða listhópinn Austuróps.

Páll Palomares
Páll Palomares er einn af fremstu fiðluleikurum landsins. Hann lauk meistaragráðu og síðar einleikaranámi við Konunglega Tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn árið 2018 undir handleiðslu fiðluleikarans Serguei Azizian. Hann lauk einnig bakkalárgráðu í hinum virta Hochschule für Musik „Hanns Eisler“ í Berlín árið 2013. Hann gegnir nú stöðu leiðara 2. fiðlu í Sinfóníuhljómsveit Íslands og DR Symfoniorkestret í Kaupmannahöfn. Hann hefur leikið fjölda einleikskonserta með hljómsveitum á íslenskri og erlendri grundu. Páll er jafnframt virkur í kammertónlist og hefur haldið tónleika víða í Evrópu. Þess má geta að Páll leikur á fiðlu sem smíðuð var af G. Lemböck í Vínarborg árið 1850.

