Hátíðin Sumar á Selfossi aldrei verið glæsilegri

Hin árlega fjölskylduhátíð Sumar á Selfossi er í fullum undirbúningi og stefnir í að verða með glæsilegasta móti í ár.

Föstudagstónleikarnir eru klárir og mun hin stórskemmtilega og frábæra hljómsveit Helgi Björns og Reiðmenn vindanna spila fyrir tónleikagesti.

Sirkus Íslands verður með sýningar í Sigtúnsgarðinum alla hátíðardagana og gefur viðvera sirkussins aukna vídd í þá afþreyingu sem boðið er uppá á hátíðinni.

Í tilkynningu frá Knattspyrnufélagi Árborgar, sem hefur umsjón með hátíðinni, eru íbúar hvattir til að fara að huga að skreytingum fyrir hátíðina og vera með allt klárt miðvikudaginn 6. ágúst, þegar hátíðin verður sett með glæsibrag.

Fyrri greinÍbúafundur um Kötlu
Næsta greinSkemmdarvargur keyrði um Stokkseyrarvöll