Hátíðarmessa í Mýrdalnum

Í ár eru 50 ár frá vígslu Sólheimakapellu í Mýrdal og verður hátíðarguðsþjónusta í kapellunni á sunnudag.

Kapellan var vígð árið 1960 og í tilefni af 50 ára vígsluafmæli hennar verður efnt til hátíðarguðsþjónustu í kapellunni nk. sunnudag 26. september kl. 14:00.

Kristín Björnsdóttir í Sólheimakoti, sem er organisti kapellunnar, leiðir almennan söng kirkjugesta.

Einar Þorsteinsson meðhjálpari í Sólheimahjálegu rekur sögu kapellunnar. Kári Gestsson organisti og Kristinn Jóhann Níelsson skólastjóri tónskóladeildar Víkurskóla, leika saman á orgel og fiðlu.

Eftir guðsþjónustuna býður heimilisfólkið í Sólheimahjáleigu til kaffidrykkju á heimili sínu.

Allir velunnarar Sólheimakapellu í Mýrdal hvattir til að fjölmenna og eiga góða stund saman af ánægjulegu tilefni.

Fyrri greinTómas Ellert: Fjárhagsáætlanir og rekstrarniðurstöður Sveitarfélagsins Árborgar
Næsta greinFallþungi líklega yfir meðaltali