Hátíðartónleikar Vors í Árborg í kvöld

Í kvöld verða hátíðartónleikar Vors í Árborg haldnir í Hvíta Húsinu á Selfossi. Húsið opnar kl. 19:30 og hefst dagskrá kl. 20:00.

Flytjendur kvöldsins eru Kristjana Stefánsdóttir ásamt tríói, Nemendur Hlínar Pétursdóttur og Karlakór Selfoss.

Sérstakir heiðursgestir á kvöldinu er hljómsveitin RetRoBot sem unnu Músíktilraunir 2012.

Samhliða tónleikunum verður menningarviðurkenning Sveitarfélagsins Árborgar 2012 afhent.

Frítt inn og allir velkomnir.