Hátíð í bæ í sjötta sinn

Miðvikudaginn 4. desember næstkomandi verða sunnlensku jólatónleikarnir Hátíð í bæ haldnir í sjötta sinn í íþróttahúsinu Iðu á Selfossi.

Segja má að tóneikarnir séu með mjög svo sunnlensku ívafi að þessu sinni með þátttöku um 150 listamanna af öllu Suðurlandi í bland við landsþekkta listamenn í fremstu röð.

Listamennirnir sem fram koma í ár eru Anna Hansen, Karítas Harpa Davíðsdóttir, Fríða Hansen, Lúðrasveit Þorlákshafnar, Barna og unglingakór Selfosskirkju, Páll Óskar Hjálmtýsson, Kristjana Stefánsdóttir, Helgi Björnsson, Maríanna Másdóttir og Karlakór Selfoss auk árlegs leyniatriðis. Umsjón með undirleik er í höndum Vignis Þórs Stefánssonar en kynnir að þessu sinni verður Hjörtur Már Benediktsson.

Forsala á tónleikana hefst föstudaginn 25. október á midi.is og á Rakarastofu Björns og Kjartans og verður að venju selt í þrjú hólf á tónleikana, A, B og C hólf.

Hátíð í bæ er á Facebook þar sem fá má allar helstu upplýsingar.

Fyrri greinKúabændur funda í Þingborg
Næsta greinHanna valin í U20 liðið