Hátíð í bæ í kvöld

Sjöundu jólatónleikarnir Hátíð í bæ verða haldnir í íþróttahúsinu Iðu á Selfossi í kvöld klukkan 20.

Fjöldi listamanna stígur þar á stokk og flytur jólalög og hin sanna jólastemmning mun fá notið sín.

Meðal þeirra sem koma fram á tónleikunum eru Páll Óskar, Helgi Björns, Kristjana Stefáns, Lúðrasveit Þorlákshafnar, Maríanna Másdóttir og Karlakór Selfoss. Undirleikari er Vignir Þór Stefánsson og kynnir er Hjörtur Már Benediktsson.

Að sögn Kjartans Björnssonar, tónleikahaldara, eru enn til miðar á midi.is og á Rakarastofu Björns og Kjartans.

Fyrri greinHætt við að frjósi í lögnum
Næsta greinSlasaðist í árekstri