Harley mót í Þykkvabænum

Árlegt fjölskyldumót Harley Davidson mótorhjólaklúbbsins á Íslandi hefst í Oddsparti í Þykkvabæ í dag.

Mótið er ávallt vel sótt af áhugamönnum um Harley Davidson mótorhjól en það er opið öllum. Í ár er áhersla lögð á skemmtilega leiki og keppnir fyrir krakka á öllum aldri, verðlaunapeningar verða veittir fyrir bestan árangur. Mótið hefst með kraftmikilli fiskisúpu og lifandi tónlist í kvöld þegar mótsgestir eru að koma sér fyrir.

Á laugardag er viðamikil dagskrá fyrir krakka á öllum aldri, leikir, keppnir, hlátur og gaman en þegar kvöldar verður grillveisla og varðeldur og lifandi tónlist. Mótinu lýkur á sunnudag.

Aðgangseyrir er 5000 kr. fyrir helgina, frítt fyrir börn yngri en 14. ára.

Innifalið í aðgangseyri eru kvöldmáltíðir föstudas- og laugardagskvöld, morgunmatur laugardags- og sunnudagsmorgun, tjaldstæði, skemmtun og lifandi tónlist bæði kvöldin.

Sjá nánar á Facebook síðu hátíðarinnar og á vef Harley Davidson klúbbsins.