Hannes sýnir í Sunnlenska sveitamarkaðnum

Hannes Scheving sýnir nú verk sín í Sunnlenska sveitamarkaðnum á Hvolsvelli.

Hannes hefur stundað málaralist síðastliðin þrjátíu ár og haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum á þeim tíma víða um landið.

Hann er meðlimur í Grósku, félagi listamanna í Garðabæ.

Sýningin stendur út október og er opin alla daga frá kl. 12 til 18, á opnunartíma markaðarins.