Hamingjan er í Þorlákshöfn

Jónas Sigurðsson verður á heimavelli í kvöld þegar hann heldur tónleika ásamt Ritvélum framtíðarinnar í Versölum í Þorlákshöfn.

Á tónleikum Tóna við hafið annað kvöld flytur Jónas ásamt hljómsveit sinni lög af diskinum “Allt er eitthvað” ásamt eldri lögum. Jónas býr til góða stemningu eins og honum einum er lagið, segir frá tilurð laganna og útskýrir pælingarnar á bakvið textana.

Tónleikarnir verða í tónleikasalnum Versölum, í Ráðhúsinu í Þorlákshöfn og hefjast kl. 21. Húsið opnar klukkan 20:00 og er aðgangseyrir 1.500 krónur.