Haldið upp á sjómannadaginn á Eyrarbakka

Ljósmynd/Björgunarsveitin Björg

Björgunarsveitin Björg heldur að venju utan um dagskrá sjómannadagsins á Eyrarbakka, sem er næstkomandi sunnudag, þann 12. júní. Dagskráin hefst klukkan 10:30 með dorgveiði á bryggjunni.

Klukkan 11:30 hefst tækjasýning á tjaldsvæðinu og á milli klukkan 12:30 og 14:00 verður boðið upp á skemmtisiglingu.

Sjómannadagsmessan er í Eyrarbakkakirkju klukkan 14:00 og að henni lokinni, eða frá klukkan 15:00 verður kaffisala í samkomuhúsinu Stað.

Fyrri greinJafnt í Suðurlandsslagnum – Fyrsti sigur Stokkseyrar
Næsta greinÁlagningarprósentan verður lækkuð í Árborg