Haldið upp á Þorláksmessu á sumri

Haldið verður upp á Þorláksmessu á sumri með tónleikum og kvöldguðsþjónustu í Þykkvabæjarklausturskirkju í Álftaveri í kvöld kl. 21.

Dagrún Ísabella Leifsdóttir, sópran, rammar inn guðsþjónustuna með sönglögum og mun einnig syngja stólvers við guðsþjónustuna sjálfa. Séra Ingólfur Harvigsson leiðir stundina og flytur hugvekju. Sönghópur skipaður ungum stúlkum úr Álftaveri munu leiða söng undir stjórn Brians Rogers Haroldssonar organista.

Fólk er hvatt til að heiðra minningu Þorláks helga Þórhallssonar ábóta í Þykkvabæjarklaustri og síðar biskups í Skálholti með því að eiga góða stund á sögufrægum stað í kvöld.

Fyrri greinSá slasaði ók bílnum
Næsta greinVarað við slæmri veðurspá