Þriðjudaginn 16. júlí minnast Hrútavinafélagið Örvar og Sunnlenska bókakaffið þess að þá er dagur Hafliða Magnússonar rithöfundar og alþýðulistamanns.
Efnt verður til dagskrár í Bókakaffinu þennan dag klukkan 16 þar sem lesið verður úr verkum Hafliða og rithöfundar og skáld koma fram. Forseti Hrútavinafélagsins leiðir samkomuna. Dagskráin er enn í mótun en vitað er að eftirtaldir munu stíga á stokk:
Skagfirðingurinn Kristján Runólfsson í Hveragerði
Ingibjörg Elsa Björnsdóttir, þýðandi, ljóðskáld og sagnahöfundur
Benedikt Jóhannsson ljóðskáld frá Stóru-Sandvík
Menningarkakó Hrútavinafélagsins verður á sérstöku tilboðsverði og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.