Hæfileikabúntið Eyþór Ingi á Hótel Selfossi

Ljósmynd/Aðsend

Hinn eini sanni Eyþór Ingi mun sýna allar sínar bestu hliðar á Sumarhátíð Hótel Selfoss á Hótel Selfossi fimmtudaginn 16. júlí.

Það þarf ekki að fara mörgum orðum um hæfileikabúntið Eyþór, því enginn kemst með tærnar þar sem hann hefur hælana í söng, eftirhermum og hljóðfæraleik. Von er á yndislegri kvöldstund þar sem Eyþór sýnir allar sínar bestu hliðar.

Viðburðurinn hefst klukkan 20:30. Miðaverði er stillt í hóf, krónur 3.500, en forsala miða er hafin á tix.is. Takmarkað magn miða er í boði.

Frábær skemmtun, söngur, sögur og eftirhermur á heimsmælikvarða. Mæli með þessu fyrir alla. Eyþór er æðislegur.
– Rúnar Freyr

Fyrri greinElín Krista áfram á Selfossi
Næsta greinMetmánuður í fasteignasölu