Gunni Þórðar í Odda

Sumri hallar og í kvöld fara fram síðustu tónleikarnir í tónleikaröðinni Sumar í Odda þetta árið.

Það enginn annar en goðsögnin sjálf Gunnar Þórðarsson sem mætir í Oddakirkju vopnaður gítar og sinni ljúfu söngrödd. Gunnar mun flytja brot af því efni sem hann hefur samið gegnum tíðina, en þar er af nógu að taka.

Þennan snilling þarf ekki að kynna frekar.

Tónleikarnir hefjast kl. 20 og er fólk hvatt til að mæta tímanlega. Kaffi og meðlæti innifalið í 1500 kr.aðgangseyri, ekki er posi á staðnum.

Fyrri greinViðbygging tekin í notkun
Næsta greinBændur óttast arsenmengun