Gunnar sýnir í Listagjánni

Gunnar Gränz sýnir nú abstakt myndir unnar með vatnslitum og með klippimynda ívafi í Listagjánni í Bókasafninu á Selfossi.

Gunnar er fæddur í Vestmannaeyjum en flutti á stríðsárunum á Selfoss. Hann lærði málaraiðn og starfaði mest við það. Gunnar hefur alltaf haft gaman af listmálun og gripið í það af og til. Lærði af lífinu og snillingum í litum og formi. Gunnar var einn af stofnendum Myndlistarfélags Árnessýslu og hefur verð virkur félagi síðan.

Verið velkomin á sýninguna en hún er opin á opnunartíma bókasafnsins frá 10 – 19 alla virka daga og á laugardögum frá 11 -14 og stendur út mars.

Fyrri greinMisstu niður unninn leik
Næsta greinStefnt að því að hefja matfiskeldi