Gunnar sýnir í Listagjánni

Gunnar Gränz sýnir myndir sínar í Listagjánni í Bókasafni Árborgar á Selfossi í júlí. Sýningin er tileinkuð Karlsskála, sem stóð við Kirkjuveg 5.

Að þessu sinni fjallar sýning Gunnars Gränz um veröld sem var – hús sem eitt sinn stóðu hér á svæðinu en eru nú, einhverra hluta vegna, horfin. Sýningin er tileinkuð Karlsskála, sem stóð við Kirkjuveg 5 – þar sem nú eru bílastæði hótelsins, og þeim er reistu skálann fyrir 75 árum þegar heimsstyrjöldin síðari stóð sem hæst.

Hvetjum ykkur til að kíkja í kjallarann og skoða fortíðina um leið og þið fáið ykkur kaffisopa hjá okkur

Fyrri greinFékk heitan drykk í þyrlunni
Næsta greinÁfram góð veiði í Veiðivötnum