Gunnar sýnir í Listagjánni

Gunnar Gränz sýnir ljósmyndir með ljósmyndatækni (photographic) í Listagjánni í Bókasafninu á Selfossi í septembermánuði.

Þar sýnir Gunnar ljósmyndir með ívafi frá ýmsum stöðum af landinu og fleira skemmtilegt er augun hafa gripið í umhverfinu.

Gunnar hefur tekið mikið af ljósmyndum og leyfir nú öðrum að njóta smá afraksturs af iðju sinni með þessari sýningu.

Sýningin er á opnunartíma bókasafnins.