Gunnar sigraði Blítt og létt

Gunnar Tómasson, sigurvegari Blítt og létt 2023. Ljósmynd/ML

Blítt og létt, söngkeppni nemendafélagsins Mímis í Menntaskólanum að Laugarvatni, var haldin í lok október með pompi og prakt.

Laugvetningurinn Gunnar Tómasson sigraði í keppninni með laginu I Want to Live með hljómsveitinni Spacehog og hreppti því hinn eftirsótta verðlaunagrip Hljóðkútinn. Alls tóku tólf atriði þátt í keppninni í ár og fór hún að vanda fram í íþróttahúsinu á Laugarvatni og þótti einkar glæsileg.

Í öðru sæti var Kolfinna Sjöfn Ómarsdóttir með lagið If I ain’t got you með Alicia Keys. Þriðja sætið hreppti Daníel Aron Ívarsson með frumsamið lag sem ber heitið Sumarást. Ragnar Dagur Hjaltason fékk svo verðlaun fyrir skemmtilegasta atriði með lagið Björgúlfur bréfberi sem Laddi tók svo eftirminnilega um árið.

Um undirleik við keppnina sá ML-ættuð hljómsveit; Stone Stones og hljóð og ljós voru unnin í góðu samstarfi við fagmenn frá EB-kerfum.

Dómnefndina skipuðu Una Torfadóttir, Ágúst Bent og Pálmi Gunnarsson.

Keppendurnir sem hlutu verðlaun í söngkeppninni. Ljósmynd/ML
Fyrri greinFæ kláðaútbrot af dónalegu fólki
Næsta greinAldís ráðin verkefnastjóri hjá UMFÍ