Gunnar og Jónas í Selfosskirkju

Gunnar Guðbjörnsson tenórsöngvari og Jónas Ingimundarson píanóleikari verða með tónleika í Selfosskirkju í kvöld, sunnudagskvöld kl. 20.

Gunnar og Jónas hafa starfað saman í á þriðja tug ára. Þeir hafa komið fram á ótal tónleikum og eftir þá liggja sameiginlega fjöldi geisladiska.

Þeir félagar tóku nýlega þátt í minningartónleikum um Sigurð Demetz í Norðurljósum í Hörpu og á öðrum tónleikum í Salnum í Kópavogi þar sem tónskáldsins Jóns Þórarinssonar var minnst. Saman hafa þeir komið fram á fjölda tónleika víðsvegar um Evrópu, m.a. í Berlín, Wiesbaden, Freiburg og Wigmore Hall í London.

Dagskrá tónleikanna verður fjölbreytt, vinsæl íslensk, ítölsk og skandinavísk sönglög.

Fyrri greinVantar kjötiðnaðarmenn
Næsta greinSlasaðist alvarlega í bílveltu