Gunnar Gränz sýnir hjá TM

Gunnar Gränz, myndlistamaður, sýnir verk sín í húsnæði Tryggingarmiðstöðvarinnar að Austurvegi 6 á Selfossi undir nafninu „Ágrip í dag : Á árum áður!“

Flestar myndirnar eru málaðaðar með Ágrips léttleika í huga og lífsgleði. Nokkrar myndir eru frá árum áður.

Gunnar hefur haldið fjölda einkasýninga í gegnum árin auk þess að taka þátt í samsýningum með Myndlistarfélagi Árnesinga sem einn af stofnendum MFÁ .

Sýningin er opin á afgreiðslutíma TM, klukkan 9 til 16.

Lítið við, sjón er sögu ríkari. Verið velkomin : Kaffi á könnunni.

Fyrri greinTónahátíð framundan í Flóahreppi
Næsta greinFjórar konur hættu eftir áralangan starfsferil