Gulla djazzar í Tryggvaskála

Guðlaug Ólafsdóttir.

Næst á dagskrá Suðurlandsdjazzins í Tryggvaskála er heimsókn frá heimakonunni Guðlaugu Dröfn Ólafsdóttur, djazzsöngkonu. Hún býður upp á einstaklega ljúfa stemningu laugardaginn 22. júlí kl. 15.

Gulla verður ekki ein á ferð en Vignir Þór Stefánsson píanóleikari og Sigurgeir Skafti Flosason bassaleikari verða henni til halds og trausts.

Eins og áður er frítt á tónleikana, sem eru í boði SASS, Tryggvaskála, Viking léttöl, FÍH og Sub ehf.

Fyrri greinTokic farinn frá Ægi
Næsta greinRúmar 6 milljónir króna úr Sprotasjóði til leikskólanna í Árborg