Guja Sandholt og félagar flytja norska tónlist

Í þriðju viku Sumartónleika í Skálholti dagana 14. – 17. júlí flytja Guja Sandholt og félagar m.a. norsk sellóverk og tvísöngva, tónlist eftir Arvo Pärt og Ottorino Respighi.

Dagskráin er sem hér segir:

Fimmtudagur 14. júlí
20:00 RÆTUR
Norski sellóleikarinn Sigrun Eng sellóleikari pantaði tvö tónverk í þjóðlagastíl, eitt frá Nils Økland og annað frá Guðrúnu Ingimundardóttur, til að kanna hvort tónlistarhefðir Noregs og Íslands ættu eitthvað sameiginlegt. Á tónleikunum verða þessi tvö tónverk flutt ásamt tvísöngvum sungnum af kvæðakonunum Guðrúnu Ingimundardóttur og Svanfríði Halldórsdóttur.

Laugardagur 16. júlí
13:00 Fyrirlestur í Skálholtsskóla
Guja Sandholt segir frá efnisskrám helgarinnar

14:00 SORGARRAUNIR MARÍU OG SVEFNINN SÆTI
Guja Sandholt og félagar og sönghópurinn Fjárlaganefndin
Stabat Mater eftir Arvo Pärt verður flutt í útsetningu fyrir þrjá einsöngvara og strengjatríó ásamt a cappella söngverkum eftir Pärt, Eric Whitacre og fleiri í flutningi Fjárlaganefndarinnar.

16:00 NÆTURGALI VIÐ SÓLSETUR
Guja Sandholt og félagar
Mezzósópransöngkonan Guja Sandholt flytur Es sang vor langen Jahren eftir Arvo Pärt og Il tramonto eftir ítalska tónskáldið Ottorino Respighi ásamt strengjatríói og strengjakvartett sem einnig flytja önnur verk.

Sunnudagur 17. júlí
11:00 GUÐSÞJÓNUSTA
Tónlistaratriði frá Sumartónleikum í Skálholti

14:00 SORGARRAUNIR MARÍU OG SVEFNINN SÆTI
Guja Sandholt og félagar og sönghópurinn Fjárlaganefndin
Stabat Mater eftir Arvo Pärt fyrir þrjá einsöngvara og strengjatríó ásamt a cappella söngverkum eftir Pärt, Eric Whitacre og fleiri í flutningi Fjárlaganefndarinnar.
(endurtekin efnisskrá frá laugardegi)

Fyrri greinHlé gert á leitinni í kvöld
Næsta greinBúið að staðsetja manninn í ánni