Guðjón ritar samvinnusögu Suðurlands

Bæjarhátíðin Sumar á Selfossi verður sett miðvikudaginn 5. ágúst og eins og undanfarin ár verður viðhöfn í Bókasafni Árborgar þennan upphafsdag.

Stjórn Kaupfélags Árnesinga hefur samið við Guðjón Friðriksson um ritun samvinnusögu Suðurlands eða öllu heldur sögu kaupfélaganna á Suðurlandi en það er nokkurra ára verkefni.

Samningurinn verður undirritaður á Bókasafni Árborgar, bæði vegna tengsla hússins við KÁ og bókarritunina. Dagskráin hefst kl. 16:00 miðvikudaginn 5 ágúst.

Starfsfólk Bókasafns Árborgar er stolt af því að fá að marka þennan viðburð í þessu húsi og býður bæjarbúa og aðra gesti velkomna í gamla kaupfélagshúsið.

Í Listagjánni stendur nú yfir ævintýraleg sýning Sólrúnar Bjarkar á olíumyndum. Sólrún er Sunnlendingum að góðu kunn, hún er uppalin á Selfossi og hefur kennt víða um Suðurland við góðan orðstír.

Sólrún Björk verður yfir sýningunni sinni föstudaginn 7. ágúst frá 13-18 og laugardag 8. ágúst frá 11-14 og á laugardaginn fáum við ljúfa harmonikkutóna frá kl. 13-14.

Fyrri greinHvernig mætum við hindrunum í lífinu?
Næsta greinMjög hvasst austan við Klaustur