Guðrún, Guðbergur, Guðni og fleiri góðir

Guðbergur Bergsson og Guðrún Eva Mínervudóttir eru meðal þeirra sem fram koma í Bókakaffinu á Selfossi í kvöld, síðasta fimmtudagskvöldið fyrir jól.

Fólk er hvatt til að mæta um átta og tryggja sér sæti en upplestur hefst um hálf níu. Kakókannan gengur á milli og eftir að lestri er lokið blanda rithöfundar geði við gesti og árita bækur. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Lesarar 18. desember eru eftirtaldir:

Bjarni Bernharður Bjarnason: Tímasprengja

Björn Rúriksson: Yfir Íslandi

Guðbergur Bergsson: Þrír sneru aftur

Guðni Ágústsson: Hallgerður

Guðrún Eva Mínervudóttir: Englaryk

Jón Pálsson: Dýrmundur og málið með veginn

Kristian Guttesen: Í landi hinna ófleygu fugla

Lýður Pálsson: Húsið

Magnús Halldórsson: Á blautum skóm

Valgarður Egilsson: Steinaldarveislan