Guðni segir sögur í Þorlákshöfn

Í kvöld kl. 19 mun Guðni Ágústsson koma við á kaffihúsinu Hendur í Höfn í Þorlákshöfn og lesa upp úr nýútkominni bók sinni „Guðni – léttur í lund“.

Sjálfsagt mun Guðni segja eina eða tvær gamansögur eins og honum einum er lagið. Hann mun hefja lestur um kl. 19.00 og verður með bókina til sölu á staðnum.

Að venju verður hægt að panta sér veitingar hjá Dagnýju en þessa dagana eru þær með sérstaklega hátíðlegu yfirbragði og kaffihúsið sjálft í sannkölluð um jólabúning. Nánari upplýsingar um matseðilinn er að finna hér.

Klukkustund síðar, eða kl. 20.00 hefjast svo tónleikar með Unni Birnu Björnsdóttur og Jóhanni Vigni Vilbergssyni sem munu flytja hugguleg jólalög í bland við sína eigin tónlist. Sjá nánar hér.

Fyrri greinUnnur Birna og Jóhann Vignir með tónleika í kvöld
Næsta greinBókaupplestur og jólasýning