Guðmundar minnst í kvöld

Fimmta og síðasta menningarkvöldið í menningarmánuðinum október í Árborg verður haldið í Hótel Selfossi í kvöld kl. 20:00.

Kvöldið er tileinkað Guðmundi Daníelssyni, rithöfundi en Guðmundur hefði orðið 100 ára 4.október sl. Sérstakur gestur þetta kvöldið verður Óli Þ. Guðbjartsson, fyrrverandi skólastjóri á Selfossi.

Tónlistaratriði verða frá Tónlistarskóla Árnesinga í umsjón Heimis Guðmundssonar og Auður Gunnarsdóttir, söngkona mun syngja við undirleik Jónasar Ingimundarsonar, píanóleikara. Matthías Johannessen fyrrv. ritstjóri og veiðifélagi Guðmundar mun stíga á svið og segja sögur af Guðmundi sem og Valdimar Bragason sem mun lesa upp úr verkum Guðmundar.

Kvæmamannafélagið Árgali kemur síðan inn með innslag. Frítt er inn á kvöldið en það er í umsjón Kjartans Björnssonar, formanns menningarnefndar Árborgar.

Fyrri greinMálþingi frestað vegna slæms veðurútlits
Næsta greinFramtíð Sólheima í óvissu