Gröndal, Rósinkrans og Magnús Þór gegn einelti

Lionsklúbbur Hveragerðis heldur tónleika í Hveragerðiskirkju í kvöld kl. 20 til styrktar forvörnum gegn einelti.

Allur ágóði tónleikanna rennur óskiptur til Liðsmanna Jeríkó sem unnið hafa gegn einelti um árabil.

Á tónleikunum munu Ragnheiður Gröndal, Páll Rósinkrans og Magnús Þór Sigmundsson flyta lög af nýútkomnum hljómdiski, Næturflugi. Einnig kemur barnakór Grunnskólans í Hveragerði fram og syngur nokkur lög.