Grímsævintýri á laugardaginn

Hið árlega Grímsævintýri verður á Borg í Grímsnesi, næstkomandi laugardag, þann 12.ágúst. Að vanda verður þétt og skemmtileg dagskrá.

Tombólan fræga verður á sínum stað en allur ágóði af henni rennur til góðgerðar- og líknarmála innanlands. Handverks- og matarmarkaður verður í íþróttahúsinu og bókamarkaðurinn verður á staðnum. Hjálparsveitin Tintron sýnir tækin sín og tól og skátarnir á Úlfljótsvatni verða á staðnum við útieldhúsið.

Á sviðinu verður skemmtileg dagskrá Karítas Harpa Davíðsdóttir kemur og syngur, Einar einstaki töframaður galdrar fram eitthvað skemmtilegt og Leikfélagið Borg verður með sýningu. Þá munTralli trúður skemmta börnunum og svo taka gestir nokkur Zumba spor.

Aðgangur að hátíðinni er ókeypis og einnig verður frítt í sund. Tjaldstæði er á staðnum.