Gréta Berg sýnir í Hveragerði

Listakonan Gréta Berg hefur sett upp sýningar á tveimur stöðum í Hveragerði, í bókasafninu og á HNLFÍ.

Þar sýnir Gréta portrettmyndir og teikningar unnar með kolum, pastel og krít. Sýningin á Heilsustofnun NLFÍ er í Kringlunni en Gréta er hjúkrunarfræðingur á HNLFÍ og hefur starf hennar og nálgun við hugleiðslu og slökun veitt henni orku og innblástur til sköpunar.

Sýningin í bókasafninu stendur til 14. maí.

Fyrri greinForsala hafin á konukvöldið
Næsta greinMikið öskufall undir Eyjafjöllum