GÓSS í Þórsmörk á laugardagskvöld

Frá tónleikum GÓSS í Básum í fyrrasumar. Ljósmynd/Aðsend

Hljómsveitin GÓSS endurtekur leikinn frá því í fyrra og heldur einstaka tónleika að Básum í Goðalandi næstkomandi laugardagskvöld, þann 4. júlí.

Hljómsveitina GÓSS skipa þau Sigurður Guðmundsson, Sigríður Thorlacius og Guðmundur Óskar.

Tónleikarnir fara fram á pallinum við stóra skólann að Básum. Tónleikarnir eru opnir öllum, en frjáls framlög til listamannanna eru vel þegin, auk þess sem varningur frá sveitinni verður til sölu. Ekki er hægt að treysta á að posinn nái sambandi þannig að greiðslur með reiðufé eru vel þegnar.

Gert er ráð fyrir að tónleikarnir hefjist upp úr kl. 20:00.

Fyrri greinÆgismenn á flugi
Næsta greinHanna Siv sýnir í Gallery Stokk