Gönguferð að flóðgáttinni

Á morgun, laugardaginn 2. nóvember kl. 11 verður boðið til gönguferðar að flóðgátt Flóaáveitunnar vegna frumsýningar á upplýsingaskilti.

Flóaáveitan er net skurða, víðsvegar um Flóann. Þetta stórvirki síns tíma samanstóð af 300 km löngum skurðum, sem að mestu voru handgrafnir og 900 km af flóðvarnargörðum. Flóaáveitan mun hafa náð yfir 12 þúsund hektara land. Með tilkomu áveitunnar urðu mikil umskipti í búskap og atvinnuháttum á svæðinu þegar hún var vígð 1927.

Gangan hefst við áveituskurðinn við Brúnastaðaveg. Við Þjóðveg 1 (Flóaveg) er beygt út af veginum þar sem merkt er Miklholtshellir (303) og keyrt áleiðis upp að Brúnastöðum. Gangan er um 4 km báðar leiðir. Göngustjóri verður Guðni Ágústsson.

Fyrri greinAfhentu Unicef hálfa milljón króna
Næsta greinVilja að þingmenn standi við stóru orðin